15. september 2013

Kodiak AK

Ég hafði tækifæri á að fara til Kodiak eyju í Alaska á vegum vinnunar. Upplifunin var töluvert öðruvísi en ég átti von á eins og oft vill verða. Hugmyndir mínar um Alaska voru byggðar á sjónvarpsþáttum og umtali hér í MA um að þarna væri drykkja og eiturlyf allsráðandi og almenn eymd.
Mín upplifun er að margt er líkt með Kodiak og Íslandi engan sá ég drukkin og þarna var almennt fólk að vinna fyrir sér. Veður ekki ósvipað og á Ísalndi rok, rigning og sól á milli. Kodiak er við breyddargráðu 58° og er því sunnar en Reykjavík sem er við 64°.
Á Kodiak eyju sem er um 9,300 km2 búa um 6 þúsund manns og um 4 þúsund Kodiak birnir og hver þeirra fullorðinn björn er um 700 kg.
Hafnarsvæðið er vel skiplagt og troðfullt af fiskibátum og ferðamannabátum til veiða og skoðunnar. Þetta er svolítðið eins og Vestmanneyjar bara miklu fleiri bátar og eyjan margfallt stærri. Þó er áberandi að stór skip eru ekki mörg og engin mjög stór í höfn. Fiskvinnslur eru margar og mikið magn af fiski sem fer í gegn. Gæði eru almennt ekki eins og við eigum að venjast. Þarna sá ég t.d. Alaska ufsa landað með dælum án íss óslægður, óblóðgaður og sjó sprautað í stíur til að losa um fasta köglana í stíunum og gera það mögulegt að dæla honum upp. Þorskur var þarna í flokkun á bryggjunni og var hann óblóðgaður óslægður og enginn ís sjáanlegur og stærðin svipuð og á Íslandi. Menn voru almennt að drullumalla með bros á vör.
Í laxavinnlsunni voru menn að pakka góðum lax, þannig að ekki er allt af sömu gæðum þarna. Í heimsókn minni í fiskvinnsu sem var með 130 manns í vinnu var inngangurinn í gegnum fiskbúð og úr henni beinn inngangur í vinnslusal, aðeins glærar vængjahurðir skildu að og þegar við gengum inn í vinnslusalinn var okkur rétt hárnet. Engin handþvottur, enda engin aðstaða til þess og við gengum með mávaskítinn af skónum beint inn. Salurinn var fullur af vélum og fólki og verið var að hausa stórlúðu í hausara sem var byggður eins og fallöxi og afköstin ca ein stórlúðalúða á mín. Skorið var í sporð lúðunnar til að ath gæði en sumt af henni var með kjöti sem var hlaupkennt og ekki var hægt að merkja mun á yfirborðinu og var seld lægra verði. Þetta hef ég aldrei séð á Íslandi. Allar vinnslulínur sem ég sá voru með margt fólk og gengu hratt, ekki endilega mikil afköst á mann, en þó ekki afleitt.
Eitt af því sem vakti athygli mína var hvað fólkið var afslappað og engu líkara en ekki væri þvottavél til á eyjunni, það var bara spásserað um í drulluskítugum fötum, og bílarnir voru ekki þrifnir að utan né innan. Sama hvort um var að ræða nýja eða gamla bíla. Leigubíllinn frá flugvellinum var með bremsur sem voru komnar á tíma og hvert skipti sem bremsað var víbraði bíllinn og tók svo krampakenda skjálftakippi en bremsaði lítið. Bílstjórinn var eins og feit útgáfa af Ólafi Darra leikara skælbrosandi meðan hann talaði í óreimuðum skóm nr. ca 47 sem voru of stórir með matseðilnn í stóru letri framan á sér.
Ég hef aldrei séð jafn mikið af viltum laxi árnar voru fullar af fiski og maður hafði á tilfinningunni að fiskurinn hindraði vatnið að renna til sjávar. Við fórum í bíltúr um eyjuna með manni sem vinnur sem skipstjóri á togara þarna, fljótlega stoppaði hann á brú og fór út úr bílnum gekk niður að á og dró upp lax og veifaði honum um loftið, þetta hef ég aldrei áður séð. Stuttu áður stoppuðum við nálægt á þar sem var fullt af laxi og þar voru birnir að bíða færis að veiða, en þegar við fórum úr bílnum fóru þeir burt.
Mín upplifun var í heildina góð og ég er alveg til í að fara aftur til Alaska og upplifa veiðar og umhverfið, og þessi vika var engan veginn nóg til þess enda vinnuferð.  

29. apríl 2013

Ungu alþingismennirnir 2013

Gaman að heyra að ungu alþignismennir í nýju flokkunum virðast vera málefnalegir og ekki komnir til að vinna eins og þeir sem koma frá gömlu flokkunum þótt sumir þeirra séu ungir að árum. Þegar þeir voru spurðir af fréttamönnum söguðust þeir styðja góð málefni og ekki vera með málþóf til að tefja þingið að þarfa lausu þótt þeir væru ekki sammála málum.
Áhugavert að heyra í formanni sjálfstæðisflokknum þegar hann var spurður um umfjallanir margra erlendra fjölmiðla og sumir þeirra taldir til hægri sinna um niðurstöðu kostninganna. Hann sagði einfaldlega að ekkert væri að marka þá vegna þess að þeir hefðu haft samband við Árna Pál eða hans félaga svo væri Framsókn ekki hrunflokkur en Kratarnir væru það.  Kanski er þetta rétt og heimspressan að misskilja þetta.
Það væri gaman að heyra í erlendu fjölmiðlunum sem voru með  þessar féttir og bera þessi ummæli um heymildarmennina þeirra undir þá. Gott væri að fá nöfnin á þeim gefin upp ef hægt er og ræða samsæriskenningu formannsins.
Það er alvarlegt mál ef heimspressan er að fjalla um málefni á íslandi sem eru byggðar á heimildarmönnum sem ekki greina rétt frá. Kanski ætti þjóðin að fara í mál við þessa fölmiðla? Þetta getur haft skaðleg áhrif á ímynd okkar sem þjóð. Það er jú skaðlegt að vera sakaðir um að hafa kosið hrunflokkana aftur svona stuttu eftir hrunið, það lítur bara ekki vel út.

8. mars 2013

Sultu slakur pjakkur

Ég fór í sund í gær og þegar ég kem á sturtusvæðið á leið uppúr blasir við mér lítill strákur með brúna lummu klesta í gólfið á milli hælanna. Í sömu andrá kemur sundkennarinn og tekur sér stöðu framan við strákinn og ætlar að segja eitthvað en ekkert kemur uppúr honum. Strákurinn mænir bara á hann stórum brúnum augum á meðan sturtu vatnið lemur á honum og lummunni. Eftir nokkra stund segir sundkennarinn að hann verði að þvo sér vel með sápu inní rassinn... já og fæturnar líka. Strákurinn var bara brattur og spurði hvort hann mætti koma oní þegar hann væri búinn. En það varð að bíða betri tíma því það var önnur lumma í skýlunni sem lá á gólfinu í þurrkaðstöðunni. Strákurinn hélt ró sinni allan tímann og þakkaði kurteislega fyrir þegar búið var að skola kúkinn úr skýlunni og labbaði ákveðinn til fataskápanna. Það þarf eitthvað meira en þetta smá óhapp til að koma þessum strák í ójafnvægi.  

21. febrúar 2013

Alþingismenn

Nú karpa menn á þingi án mikils árangurs, sem gleður suma og pirrar aðra. Þetta vilja menn segja að séu eðlileg vinnubrögð til að komast að niðurstöðu, eða koma sér í góða samnings stöðu í jafnvel allt öðru máli.
Ríkis starfsmennirnir okkar taka sér stöðu og hugsa samkvæmt þeim uppskriftum sem eru lagðar til grundvallar, á flokksþingum þeirra flokka sem þeir tilheyra. Þetta hljómar leiðinlegt, þægilegt og lýðræðislegt, en komast menn eitthvað áfram með þessu fyrirkomulagi?
Ekki að ég eigi við að íslenskt þjóðfélag sé rekið af þessari stofnun, heldur meira að við þurfum endurnýjun og betrum bætur á lögum auk reksturs á vegum ríkisins og þess vegna þarf að vera einhver gangur í stofnuninni.
Kanski er kerfið í lagi en þörf á að breyta venjum-vinnubrögðum og skipta um starfsmenn.
Fyrir nokkrum árum skráði ég söguna af hundinum hér sem kanski á við í þessu tilviki. I stuttu máli var hún af bónda sem var í áratugi óánægður með hundana sína sem voru meðal annars geltandi á bíla og fl. Bróðir hans hafði bent honum á að fá sér ekki hvolp fyrr en næsti gamli hundur væri dauður og ala hann svo upp  eins og hann vill hafa hunda. Málið hjá þessum bónda var að þegar hann ætlaði að fara ala upp hvolpinn var hann þegar búinn að læra ósiðina.
Eins og staðan er núna þurfum við ekki nýja þingmenn til að verða alveg eins og þeir sem meiri hluti þjóðarinnar ber ekki virðingu fyrir og er rúinn trausti.    

3. febrúar 2013

KTM 520 mótorhjól til sölu

Nú er komið að því að selja gripinn, ekki laust við að smá eftirsjá sé í bland. Ef áhugi er fyrir frekari uppl. þá sendið mér skilaboð.

30. nóvember 2010

Leiðtogi á lausu

Sumir eru mikið að tala um að það sé skortur á leiðtoga í pólitík. Halda að ef einhver leiði þá áfram þá sé bara allt betra, kanski bara þægilegt að þurfa ekki að taka ábyrgð. Nú er tækifæri fyrir þessa leiðtogaþyrstu sálir að hafa samband við Gunnar í krossinum. Hann er óumdeilanlega leiðtogi og getur fengið fólk með sér.
Eins og góðum leiðtoga sæmir þá gagnrínir hann hægri vinstri og bendir á einu réttu leiðina. Fólk sem heyrir slíka gagnrýni telur sig heppið að hafa fundið leiðtoga sem getur leitt það á rétta braut. Stjórnmálaflokkar, hagsmunasamtök eða einhverjir hópar sem ráfa í hringi, talið við Gunnar og hann getur hugsanlega leitt ykkur áfram. Engin ástæða til að hafa áhyggjur af moldroki núna hann hristir þetta af sér og þegar hann fer að geisla af sér og gagnrína ykkar andstæðinga verður þetta í skugganum.