29. apríl 2013

Ungu alþingismennirnir 2013

Gaman að heyra að ungu alþignismennir í nýju flokkunum virðast vera málefnalegir og ekki komnir til að vinna eins og þeir sem koma frá gömlu flokkunum þótt sumir þeirra séu ungir að árum. Þegar þeir voru spurðir af fréttamönnum söguðust þeir styðja góð málefni og ekki vera með málþóf til að tefja þingið að þarfa lausu þótt þeir væru ekki sammála málum.
Áhugavert að heyra í formanni sjálfstæðisflokknum þegar hann var spurður um umfjallanir margra erlendra fjölmiðla og sumir þeirra taldir til hægri sinna um niðurstöðu kostninganna. Hann sagði einfaldlega að ekkert væri að marka þá vegna þess að þeir hefðu haft samband við Árna Pál eða hans félaga svo væri Framsókn ekki hrunflokkur en Kratarnir væru það.  Kanski er þetta rétt og heimspressan að misskilja þetta.
Það væri gaman að heyra í erlendu fjölmiðlunum sem voru með  þessar féttir og bera þessi ummæli um heymildarmennina þeirra undir þá. Gott væri að fá nöfnin á þeim gefin upp ef hægt er og ræða samsæriskenningu formannsins.
Það er alvarlegt mál ef heimspressan er að fjalla um málefni á íslandi sem eru byggðar á heimildarmönnum sem ekki greina rétt frá. Kanski ætti þjóðin að fara í mál við þessa fölmiðla? Þetta getur haft skaðleg áhrif á ímynd okkar sem þjóð. Það er jú skaðlegt að vera sakaðir um að hafa kosið hrunflokkana aftur svona stuttu eftir hrunið, það lítur bara ekki vel út.