13. apríl 2010
Stangaveiði frá strönd Walvis Bay
Þegar ekið er á milli Walvis Bay og Swakopmund þá eru veiðimenn við stöndina allt árið um kring alla daga ársins að veiða með mjög löngum veiðistöngum í sjónum og aðrir að kafa eftir humri. Ég fór ásamt fleiri íslendingum að veiða um daginn og fórum við tugi kílómetra upp með ströndinni og alltstaðar voru veiðimenn að veiða. Ég hafði ekki áttað mig á þessum fjölda fyrr, og samt var lítil sem engin veiði.
Um kvöldið átti ég fund með atvinnuveiðimanni vegna skotveiði sem ég er að kanna fyrir íslendinga og þá kom í ljós að hann er aðallega í að leiðbeina stangaveiðimönnum gegn gjaldi. En hann hafði verið að kanna fjölda þeirra í samvinnu við yfirvöld og var fjöldinn 3.000 til 5.000 veiðimenn á dag. Flestir veiðimennirnir eru samt Namibíumenn sjálfir. Nú er veiðin mjög dræm og hann hefur ráðlagt þeim sem hafa haft samband við hann að koma seinna. Hann sagði að veiðimenn kæmu í flugi frá Þýskalandi til að veiða við ströndina í sjó og stoppuðu í svona 10 daga. Hvað er það sem fær menn til að koma til Suður Afríku og veiða með stöng í sjó? Svarið var einfallt stór fiskur, já hvað kallarðu stór?? ja svona 150 kílóa hákarl og svo fór hann og náði í mynd af einum svoleiðis með veiðimanni sem hafði verið hjá honum og sent honum myndina. Svo lýsti hann fyrir mér hvernig hann færi að því að fá þessa stóru nær ströndinni og taka beituna.
Maður skoðar kanski betur í kringum sig áður en maður fer að kafa eftir humar næst. Ef einhver hefur áhuga að skoða frekar þár er hér tenging á síðu með uppl. http://www.waderson.com/1001-Guided-Shark-Fishing-In-Namibia.html
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)