
Það er farið að líða að brottför sem verður þann 15 apríl og flest að verða tilbúið sem hægt er að framkvæma héðan frá Íslandi. Daglega er athugað hitastigið á netinu, enda skiptir það verulegu máli í okkar rekstri. Það sem er afbrygðilegt í veðurfari á þessu svæði undanfarið eru miklar rigningar. Þær voru svo miklar að elstu menn mundu ekki annað eins, en þeir verða ekki eins gamlir og við.