skrapp austur á Egilsstaði núna sl. þriðjudag og kemur ekki heim fyrr en næsta mánudag.
Hún fór með Tinnu og Gumma en þau voru hérna fyrir sunnan á ættarmóti og afmæli hjá Vilhelm Leví sem varð 2ja ára sl. sunnudag.
Mikið er nú tómlegt þegar hún er ekki heima, það er bara eins og maður sé vængbrotinn - get alveg ímyndað mér hvernig það er að vera vængbrotin!
Ætti auðvitað að nota tímann og taka til í herberginu hennar en ætli það sé ekki betra að hún sé með í því, ég gæti "óvart" hent einhverju sem er alveg lífsnauðsynlegt að eiga eins og t.d. kassakvittanirnar sem eru orðnar svo gamlar að blekið er farið af, og ekki þýðir að fara í fataskápinn án hennar því þar eru bara gull og gersemar sem má alls ekki henda - hún gæti þurft að fara í þetta í vetur þó svo að buxurnar nú eða peysan eru orðin svo lítil á hana að hún er eins og kyrktur kettlingur í þessu, svo þetta verður bara að bíða betri tíma.
Ætluðum að skreppa í útilegu um helgina en það er ekkert spennandi veðurspá fyrir suðvesturhornið - góða veðrið verður á austurlandi hjá systrum - aðeins of langt að fara þangað yfir eina helgi.
Vonum bara að verslunarmannahelgin verði okkur góð og gefi okkur gott veður því það á að fjölmenna á eitthvert tjaldstæðið þar sem ekki er fyllerí á 65+
Þangað til næst...........amma kveður.
24. júlí 2008
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)