17. september 2007

Ligga ligga lá

Ég er komin með passa, ligga ligga lá, fer í sendiráðið á eftir og næ í hann.
Þannig að nú er ég komin með 2 ríkisföng og get flutt til fyrirheitnalandsins þegar mér hentar án þess að spyrja Bush eða nokkurn annan runna að því.

Þangað til næst...............amma kveður.

5. september 2007

Margt búið að gerast

Ýmislegt hefur sko á daga mína drifið síðan ég ritaði hérna inn síðast. Nú ég byrjaði í nýrri vinnu 13. ágúst, mér var boðin vinna við bókhald hjá góður fyrirtæki út í bæ. Ekki það að ég hafi verið að leita mér að vinnu, var bara þokkalega ánægð í skólanum nema rétt um hver mánaðarmót þegar launin komu inn þá fékk ég vægt til orða tekið nett áfall sem var svo alltaf búið að jafna sig þegar að næstu mánaðarmótum kom. Og er það nú aðalástæðan að ég skipti um vinnu, sakna nú samt fólksins í skólanum þau eru svo hress, er samt ekki að meina að fólkið á nýja staðnum sé það ekki heldur, á bara eftir að kynnast því betur. Ég var sem sagt í tveimum vinnum í 2 vikur og vá þvílík klikkun, þetta geri ég aldrei aftur, var við það að fara á KLEPP!!
Nú svo er hitt málið sem er eiginlega aðalmálið. Ég fékk pappírana undirritaða frá föður mínum yndislegum, tók smá tíma að fá hann til að skilja rétt minn í þessu máli, þ.e.a.s. gerast amerískur ríkisborgari. Er búin að gera margar tilraunir, hringja, senda honum póst og reyna að heimsækja hann, ekki það að hann eigi heima í næsta bæ, neinei karlinn býr í Flórída, ekki beint ódýrt að heimsækja hann. En eníveis þá komu þeir (pappírarnir) núna í ágúst og nú er ég búin að leggja þá inn hjá ameríska sendiráðinu með mynd sem by the way er ömurleg 5x5 og snúa beint fram eins og konan sagði og engin svipbrigði takk fyrir. Gæti verið gott innlegg í sakbendingu hjá CSI New York.
Hef leyfi til að sletta til helminga ef þetta fer í pirrurnar á ykkur, er nefnilega hálfur kani!

Þangað til næst..........amma kveður.