Mín upplifun er að margt er líkt með Kodiak og Íslandi engan sá ég drukkin og þarna var almennt fólk að vinna fyrir sér. Veður ekki ósvipað og á Ísalndi rok, rigning og sól á milli. Kodiak er við breyddargráðu 58° og er því sunnar en Reykjavík sem er við 64°.
Á Kodiak eyju sem er um 9,300 km2 búa um 6 þúsund manns og um 4 þúsund Kodiak birnir og hver þeirra fullorðinn björn er um 700 kg.
Hafnarsvæðið er vel skiplagt og troðfullt af fiskibátum og ferðamannabátum til veiða og skoðunnar. Þetta er svolítðið eins og Vestmanneyjar bara miklu fleiri bátar og eyjan margfallt stærri. Þó er áberandi að stór skip eru ekki mörg og engin mjög stór í höfn. Fiskvinnslur eru margar og mikið magn af fiski sem fer í gegn. Gæði eru almennt ekki eins og við eigum að venjast. Þarna sá ég t.d. Alaska ufsa landað með dælum án íss óslægður, óblóðgaður og sjó sprautað í stíur til að losa um fasta köglana í stíunum og gera það mögulegt að dæla honum upp. Þorskur var þarna í flokkun á bryggjunni og var hann óblóðgaður óslægður og enginn ís sjáanlegur og stærðin svipuð og á Íslandi. Menn voru almennt að drullumalla með bros á vör.

Eitt af því sem vakti athygli mína var hvað fólkið var afslappað og engu líkara en ekki væri þvottavél til á eyjunni, það var bara spásserað um í drulluskítugum fötum, og bílarnir voru ekki þrifnir að utan né innan. Sama hvort um var að ræða nýja eða gamla bíla. Leigubíllinn frá flugvellinum var með bremsur sem voru komnar á tíma og hvert skipti sem bremsað var víbraði bíllinn og tók svo krampakenda skjálftakippi en bremsaði lítið. Bílstjórinn var eins og feit útgáfa af Ólafi Darra leikara skælbrosandi meðan hann talaði í óreimuðum skóm nr. ca 47 sem voru of stórir með matseðilnn í stóru letri framan á sér.
Ég hef aldrei séð jafn mikið af viltum laxi árnar voru fullar af fiski og maður hafði á tilfinningunni að fiskurinn hindraði vatnið að renna til sjávar. Við fórum í bíltúr um eyjuna með manni sem vinnur sem skipstjóri á togara þarna, fljótlega stoppaði hann á brú og fór út úr bílnum gekk niður að á og dró upp lax og veifaði honum um loftið, þetta hef ég aldrei áður séð. Stuttu áður stoppuðum við nálægt á þar sem var fullt af laxi og þar voru birnir að bíða færis að veiða, en þegar við fórum úr bílnum fóru þeir burt.
Mín upplifun var í heildina góð og ég er alveg til í að fara aftur til Alaska og upplifa veiðar og umhverfið, og þessi vika var engan veginn nóg til þess enda vinnuferð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli