Svo var farið í Solitare í morgunmat daginn eftir og komið við heima hjá bóndanum og farið í sundlaugina sem var í frábæru umhverfi.
Á sunnudegi var farið í boði frænda Villi eins og hann er kallaður á opnum Landrover og skoðað gilið sem áin í landi hans rennur um ca 2x á ári. Það er ómetanlegt að skoða þetta með manni eins og honum, þekkir svæðið út og inn, skilur samspil náttúrunnar og kann að segja frá því.
Það má segja frá því að um árið voru íslendingar á ferð yfir brú í þessu gili og eitthvað bil var á milli bílanna og seinni bíllinn varð að bíða í nokkrar klukkutíma vegna þess að það hafði flotið yfir brúna og ófært.
4 ummæli:
Ég kíkti á mydnirnar en fann engar nýjar frá Namibíu, ég skal kanna þetta fyrir þig á eftir hvernig þú setur þær í albúm.
Luve
SG
heldurðu að það sé ekki rómó í karinu þarna??
er þetta sundlaugin eða baðaðstaðan?
kv. Eva
fyndin eva
Skrifa ummæli