
Hér er mynd af skuldlausu heimili í Lüderitz. Það sem veldur íbúunum áhyggjum er rafmagn og skolpleiðslur sem bæjaryfirvöld komu fyrir, vandamálið eru ekki lagnirnar heldur að bærinn vill fá smá greiðslur uppí kostnað. En það var betra á þeim stað sem gettóin voru áður en þau voru hrakin burt af bæjaryfirvöldum. Engar mánaðarlegar greiðslur, og þá...... er hægt að umbera hlandlykt og myrkur.
Svo má bæta því við að hér í Walvis Bay er hverfi þeldökkra þakið svona húsum þar leigja þeir frændum og bræðrum marga hluta af lóðinni sinni fyrir háa upphæð (Ca útborguð laun verkamanns) hver hluti með vatni og rafmagni á eina ljósaperu, en þú verður að skaffa gettóið sjálfur. Í húsið fara svo 6-9 manns og ca 2 vinna úti og allri eru sáttir, þannig er það allavega hjá þeirri sem skúrar hjá okkur skrifstofurnar. Með þessu hafa húseigendur dágóðar leigutekjur af lóðinni.
Er ekki verið að sýna gettó í Smáralindinni núna???
Það er svo hægt að benda á að þrátt fyrir allt þá eru til heimili á íslandi sem eiga minna en þetta, því miður.
Á myndinni má sjá matjurtargarð og klæðningin á húsinu er úr útflöttum ólíu-tunnum merktum CAT sem er eitt aðaltískumerðið hér í skóm og fatnaði ásamamt Jeep. Ekki ólíklegt að eitthvað vélartengt hafi komið í þeim upprunalega. Já hér er allt endurunnið og umhverfisvernd í verki. Kveðja afi