Svo eru pólskir snillingar sem leigja bílskúr hérna og eru í bílabraski, þeir byrjuðu nú með stæl, lögðu einni druslunni í stæði hjá okkur og í einu óveðrinu í desember fauk upp húddið á bílnum þeirra og ég var nú svo kræf að ég hringdi í eiganda bílskúrsins og bað hann um að láta þá vita. Hann var voða hissa á því að þeir væru að nota bílastæðin okkar, þeir leigðu bílskúrinn því þeir ætluðu að vera með bón og þrif á bílum, já sure right! Þeir hefðu ekki verið borgunarmenn ef húddið hefði fokið á einhvern bil þarna. Nú áfram með smérið......svo í gærkveldi þegar ég var að fara að sofa þá er voðalega mikill umgangur og læti úti á plani og ég kíki út þá eru pólsku karlarnir búnir að hóa saman öllum Pólverjum sem búsettir eru í Kópavogi til að skoða druslu sem þeir höfðu verið að kaupa, og ég er að tala um að þessir menn eru ekki að tala á lágu nótunum, pólskan hljómar eins og rifrildi. Af því að þeir eru að kaupa upp drusluflota landsmanna þá verða þeir auðvitað að geyma þá einhversstaðar og hentar bílastæðin okkar einstaklega vel undir þá. Og í gærkveldi lentu þeir í smá vandræðum því eigendurnir voru svo heppnir að geta lagt bílunum sínum við húsið sitt, en nei nei hvar haldið þið að þeir lögðu þá bílnum? Jú við hliðina á gámnum út á götu. Tær snilld.
Staðan á planinu er sem sagt þessi, risa gámur á ská og við hliðina á honum er búið að leggja jeppa. Eins og þið sjáið þá er jeppinn þarna við hliðina, það verður spennandi að koma heim úr vinnunni í dag og sjá hvort jeppinn og ferlíkið sé farið.
Þangað til næst...........amma kveður.
2 ummæli:
hahahahaha þessir pólverjar drepa mig....!!!! þvílíkt hyski. Berglind
Það er gott að hún sé búin að tæma skrímslið, veitturu henni hjálparhönd? En er samt ekki alveg að skilja þetta... 100 fm gám fyrir 100 fm íbúð!!! Hvar ætlar hún að koma öllu þessu drasli fyrir???
Þín dóttir,
Eva.
Skrifa ummæli