Nú stendur yfir danstími í Funa, unginn er að kenna hænunni Chachacha, Skottís 1 og Skottís 2, Vals og svo verður dans ársins tekin á eftir, var að heyra að Partýpolki eigi líka að æfa á stofugólfinu. Ekkert annað að gera þetta kvöld en dansa samkvæmisdansa, ekki er sjónvarpdagskráin upp á marga fiska eins og endra nær.Dóttirin er að æfa dans og hefur mjög gaman af þessu, hún hló sig nú alveg máttlausa áðan þegar hún dró pabba sinn út á gólfið, henni fannst hann líkjast spýtukarli!
Jæja best að drífa sig í enskan Vals eða kannski bara Zumba!!!!!
er miðaldra maður sem hefur gaman af því að skreppa á mótorhjólið sitt. Veiða með fjölskyldunni og hafa gaman af lífinu yfir höfuð. Hann er giftur og á 4 börn og 3 barnabörn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli