Nú svo er hitt málið sem er eiginlega aðalmálið. Ég fékk pappírana undirritaða frá föður mínum yndislegum, tók smá tíma að fá hann til að skilja rétt minn í þessu máli, þ.e.a.s. gerast amerískur ríkisborgari. Er búin að gera margar tilraunir, hringja, senda honum póst og reyna að heimsækja hann, ekki það að hann eigi heima í næsta bæ, neinei karlinn býr í Flórída, ekki beint ódýrt að heimsækja hann. En eníveis þá komu þeir (pappírarnir) núna í ágúst og nú er ég búin að leggja þá inn hjá ameríska sendiráðinu með mynd sem by the way er ömurleg 5x5 og snúa beint fram eins og konan sagði og engin svipbrigði takk fyrir. Gæti verið gott innlegg í sakbendingu hjá CSI New York.Hef leyfi til að sletta til helminga ef þetta fer í pirrurnar á ykkur, er nefnilega hálfur kani!
Þangað til næst..........amma kveður.

1 ummæli:
nei mamma mín það þarf nú eitthvað mikið til þess að þú farir inná klepp þú ert soddan hörkutól, en það er ekki vegna þess að þú ert hálfur kani... óóó neeiii það er dóttir þinni að þakka, hún átti svo efiða gelgju... híhíhí
Skrifa ummæli