Nú er komið að því, litla fjölskyldan er að flytja! Það gerist á morgun og föstudaginn. Mikið verður nú tómlegt hérna hjá okkur afa og Guddu þegar þau verða farin. En ætli maður verði ekki eins og grár köttur til að byrja með heima hjá þeim. Svo fær amma nú það hlutverk að sækja snúllann til dagmömmu og vera með hann þangað til mamma hans er búin að vinna, en það verður ekki fyrr en í mars. Óska ég þeim bara góðs gengis á nýjum stað og ekki sakna mín of mikið!!!
er miðaldra maður sem hefur gaman af því að skreppa á mótorhjólið sitt. Veiða með fjölskyldunni og hafa gaman af lífinu yfir höfuð. Hann er giftur og á 4 börn og 3 barnabörn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli