10. október 2009

Skuldlaust heimili


Hér er mynd af skuldlausu heimili í Lüderitz. Það sem veldur íbúunum áhyggjum er rafmagn og skolpleiðslur sem bæjaryfirvöld komu fyrir, vandamálið eru ekki lagnirnar heldur að bærinn vill fá smá greiðslur uppí kostnað. En það var betra á þeim stað sem gettóin voru áður en þau voru hrakin burt af bæjaryfirvöldum. Engar mánaðarlegar greiðslur, og þá...... er hægt að umbera hlandlykt og myrkur.
Svo má bæta því við að hér í Walvis Bay er hverfi þeldökkra þakið svona húsum þar leigja þeir frændum og bræðrum marga hluta af lóðinni sinni fyrir háa upphæð (Ca útborguð laun verkamanns) hver hluti með vatni og rafmagni á eina ljósaperu, en þú verður að skaffa gettóið sjálfur. Í húsið fara svo 6-9 manns og ca 2 vinna úti og allri eru sáttir, þannig er það allavega hjá þeirri sem skúrar hjá okkur skrifstofurnar. Með þessu hafa húseigendur dágóðar leigutekjur af lóðinni.
Er ekki verið að sýna gettó í Smáralindinni núna???
Það er svo hægt að benda á að þrátt fyrir allt þá eru til heimili á íslandi sem eiga minna en þetta, því miður.
Á myndinni má sjá matjurtargarð og klæðningin á húsinu er úr útflöttum ólíu-tunnum merktum CAT sem er eitt aðaltískumerðið hér í skóm og fatnaði ásamamt Jeep. Ekki ólíklegt að eitthvað vélartengt hafi komið í þeim upprunalega. Já hér er allt endurunnið og umhverfisvernd í verki. Kveðja afi
Posted by Picasa

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

flott nýja "lokkið" á síðunni þinni. Jú mikið rétt, sáum svona kofa í smáralindinni síðustu helgi, þeir voru nú eitthvað hreinni en þessir þarna úti :) En núna er maður bara farinn að telja vikurnar, er ekki gott að byrja á því, þangað til að þú kemur heim, er komin dagsetning á heimkomu?
Annars er allt gott að frétta af okkur, Vilhelm talar mikið um Afríkuna um afa í Afríku og hann á lítinn bróður þar og svo talar hann líka um afríku dýrin... fíll, ljón, sebrahestur og fl.
Alltaf nóg að gera hjá Steinari í vinnunni og brjálað að gera hjá mér í skólanum núna, er að byrja í prófum í næstu viku og standa þau yfir í 2 vikur, svo byrjar ný önn í byrjun nóvember :)
Jæja langaði bara aðeins að segja frá okkur :) Haltu áfram að blogga, gaman að lesa :)

Asgeir sagði...

ok gaman að frétta af ykkur ég hringi fljótlega. Það hefur rifjast upp fyrir þér hvering var að vera í afríku þarna í Smáralindinni. Eva, gettóin hérna eru hrein, enda pissa allir úti í garði. Mjög uppörvandi að fá viðbrögð við því sem maður skrifar, það er af svo miklu að taka hér að ég skrifa bara það sem ég held að aðrir vilja lesa, já og svo nenni ég ekki að skrifa um sumt, og þar á meðal pólitík, er bara ekki þess virði.